Menning
Hryllingsbúðin enn á ný og Jóhannesarpassían
14.04.2025 kl. 11:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Barnamenningarhátíð er í gangi og margir viðburðir tengjast hátíðinni. HÉR er hægt að skoða viðburðardagatal Barnamenningarhátíðar, og hér má lesa umfjöllun Akureyri.net um hátíðina.
Tónleikar
- Jóhannesarpassía J.S. Bach í stjórn Bjarna Frímanns. Hamraborg, Hofi. Fimmtudaginn 17. apríl kl. 16.00 (Skírdagur)
- Vilhjálmur Vilhjálmsson 80 ára. Friðrik Ómar syngur. Hamraborg, Hofi. Föstudaginn 19. apríl kl. 16 og 19.
- Valdimar – Græna hattinum, miðvikudaginn 16. apríl og fimmtudaginn 17. apríl kl 21.00.
- Stebbi og Eyfi – Græna hattinum, föstudaginn 18. apríl kl 21.00.
- Hr. Eydís og Erna Hrönn - Græna hattinum, laugardaginn 19. apríl og sunnudaginn 20. apríl kl 21.
- Páskadansleikur Hvanndalsbræðra á Verkstæðinu – Laugardaginn 19. apríl kl 22
- Uppinn - Fríða Dís og Hælsæri. Vamos Grande, föstudaginn 18. apríl kl 21
Litla Hryllingsbúðin snýr aftur með lokasýningar. 5 sýningar í boði. Villi og Dandri verða með tónlistar pub quiz, lostafullur kabarett á LYST og meistararnir í Hvanndals bjóða til páskadansleiks.
Nýjar listasýningar:
- Lífið er list - Ágústa Jenný Forberg. Kaktus. Opnun föstudaginn 18. apríl kl 20-22.
Yfirstandandi listasýningar:
- Ísland með okkar augum - Listaverk eftir nemendur í Naustaskóla. Hof. Sýningin stendur út aprílmánuð.
- Milli draums og veruleika – Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur. Læknastofum Akureyrar. Opið á opnunartíma læknastofanna.
- Sköpun bernskunnar 2025 – Samsýning myndhöggvarans Sólveigar Baldursdóttur og barna í skólum bæjarins. Stendur til 21. apríl.
- Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Samsýning verka þar sem viðfangsefnið eru staðir í landshlutanum. Listasafnið á Akureyri. Stendur til 25. maí.
- Brotinn vefur – Textíllist Emilie Palle Holm á Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Í fullri fjöru – Myndlist Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Margskonar I-II – Valin verk fyrir sköpun og fræðslu, Listasafnið á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
Leiksýningar
- Litla Hryllingsbúðin – Samkomuhúsið. 16. apríl kl 20, 17. apríl kl 20.30, 19. apríl kl 15 & 20.30, 21. apríl kl 15.00.
- Epli og eikur, Leikfélag Hörgdæla á Melum - Fimmtudaginn 17. apríl og laugardaginn 19. apríl kl. 20.00.
Aðrir viðburðir
- Tónlistar PubQuiz með Daníel Andra og Villa – Múlabergi, fimmtudaginn 17. apríl kl 21
- Kabarett Silver Foxy – Kabarettsýning á LYST. Fimmtudaginn 17. apríl kl 21.
- Collaborative Quilt – Deiglan. Saumum saman sögur. Þriðjudaginn 15. apríl kl 17-19.
- Á haus í Listasafninu – Fjölskyldujóga með Arnbjörgu. Listasafnið á Akureyri, laugardaginn 19. apríl kl. 11-12.
- Ævintýraglugginn - Köttur út í mýri - GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi á Barnamenningarhátíð. Uppi allan apríl.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.