Hryllilega skemmtileg hryllingsbúð hjá LA
Leikfélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu. Þessi fyrsta sýning vetrarins „er frábær skemmtun,“ segir Rakel Hinriksdóttir í pistli á Akureyri.net í dag, þar sem hún fjallar um uppsetninguna.
Söngleikurinn hefur nokkrum sinnum hefur verið sýndur hér á landi, síðast hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2006, og margir muna án efa eftir Blómabúð Markúsar, plöntusalanum Baldri og plöntunni óvenjulegu sem hvergi finnst í uppflettiritum um flóru jarðarinnar – enda kemur í ljós að hún étur ekki flugur heldur vill mannablóð ...
Sýningin verður á fjölunum út nóvember og Rakel mælir ekki með því að fólk bíði með að festa kaup á miðum, sé ætlunin á annað borð að fara í leikhús. „Líkurnar á að sýningum verði fjölgað eru jafnmiklar og á því að þú verðir étinn af pottaplöntu. “
Smellið hér til að lesa pistil Rakelar