Hræðilegir tónleikar í Hofi
Klukkan 18 á föstudaginn, 29. október, hefjast hryllilegir tónleikar allra blásarasveita Tónlistarkólans á Akureyri í Hamraborg í Hofi. Þetta verða magnaðir og myrkir tónleikar í anda hrekkjavökunnar og Vilhjálmur B. Bragason mun hjálpa til við að halda skelkuðum áheyrendum á tánum.
Blásarasveitirnar lofa hryllilega góðri skemmtun og benda á að aðgangur er ókeypis fyrir börn og fullorðna. Sérstaklega er tekið fram að æskilegt sé að tónleikagestir klæðist í anda hrekkjavökunnar.
Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson eru í forsvari fyrir blásarasveitinar, en í þeim eru um 70 nemendur skólans á ýmsum aldri. Enginn veit enn hvers konar fyrirbæri stekkur upp á stjórnandapallinn og ögrar hljómsveit og gestum með töfrasprota sínum. Síðast þegar haldnir voru hrekkjavökutónleikar vantaði höfuðið á stjórnandann. Sjón er sögu ríkari.