Helgarfótbolti heima - íshokkí erlendis

Knattspyrnulið Akureyrar verða í eldlínunni um helgina, tvö á heimavelli og eitt á útivelli. Keppni í næstefstu deild Íslandsmóts karla, Lengjudeildinni, er að hefjast. Rólegt fram eftir vikunni, nema fyrir áhugafólk um íshokkílandslið karla, sem er á Nýja-Sjálandi þessa dagana, en þar eru fjölmargir fulltrúar Akureyrar.
MIÐVIKUDAGUR - íshokkí
Íshokkílandslið karla, með 15 núverandi og fyrrverandi leikmenn SA innanborðs, tekur þessa dagana þátt í 2. deild B á HM í íshokkí. Liðið fékk 4-0 skell í fyrsta leik gegn Georgíu, en vann síðan Búlgaríu 8-4. Þrír leikir eru eftir og sá næsti verður aðfararnótt miðvikudags.
- HM karla í íshokkí, 2. deild karla B
Spilað í Nýja-Sjáland, 01:00
Ísland - Tævan
FÖSTUDAGUR - íshokkí og fótbolti
Fjórði leikur íshokkílandsliðsins verður aðfararnótt föstudags og komið að Tælendingum.
- HM karla í íshokkí, 2. deild karla B
Spilað í Nýja-Sjálandi, 04:30
Ísland - Tæland
- - -
Þórsarar hefja leik í Lengjudeildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, á föstudag. Þeir taka þá á móti liði HK úr Kópavoginum og fer leikurinn fram í Boganum.
- Lengjudeild karla í knattspyrnu
Boginn kl. 18
Þór - HK
HK féll úr Bestu deildinni í fyrra eftir tvö tímabil í efstu deild, en Þórsarar enduðu í 10. sæti Lengjudeildarinnar.
LAUGARDAGUR - íshokkí og fótbolti
Lokaleikur íslenska karlalandsliðsins í íshokkí í 2. deild B á Heimsmeistaramótinu verður gegn heimamönnum á Nýja-Sjálandi snemma á laugardagsmorgun að íslenskum tíma.
- HM karla í íshokkí, 2. deild B
Spilað í Nýja-Sjálandi, 08:00
Ísland - Nýja-Sjáland
- - -
Um helgina er komið að fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA tekur á móti FH, en bæði liðin eru í efri hluta deildarinnar. Þór/KA hefur sex stig eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum og tap í þriðju umferðinni. FH er með sjö stig, gerði jafntefli í fyrsta leik, en hefur síðan unnið tvo.
- Besta deild kvenna í knattspyrnu
Boginn kl. 14:30
Þór/KA - FH
SUNNUDAGUR - fótbolti
Fimmta umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu er fram undan. KA sækir ÍA heim, en Skagamenn hafa verið í vandræðum í upphafi móts. Með sigri á FH í fjórðu umferðinni spyrnti KA sér af borninum, fór upp fyrir ÍA og FH. KA er með fjögur stig eftir fjóra leiki, en ÍA með þrjú.
- Besta deild karla í knattspyrnu
ELKEM-völlurinn á Akranesi kl. 17
ÍA - KA