Menning
Hagþenkir: Þrjár að norðan tilnefndar
15.02.2021 kl. 10:08
Þrjár bækur norðlenskra höfunda eru á meðal þeirra 10 sem tilnefndar eru til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennsluganga, fyrir útgáfuárið 2020.
- Hjörleifur Hjartason og Rán Flygenring fyrir bókina Hestar, sem Angústúra gefur út. Í umsögn Hagþenkis segir: „Teflt er saman gömlum sögum og nýjum, skemmtilegum texta og líflegum myndum í bók sem bæði fræðir og gleður.“
- Jón Hjaltason fyrir bókina Fæddur til að fækka tárum. KÁINN. Ævi og ljóð, sem Völuspá gefur út. „Kveðskapurinn talar sínu máli í hlýlegri frásögn af ævi drykkfellda hagyrðingsins og stemningin fyrir skáldskap í daglegu lífi Vestur-Íslendinga verður næstum áþreifanleg,“ segir í umsögn Hagþenkis.
- Sigurður Ægisson fyrir Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin, sem Bókaútgáfan Hólar gefur út. „Ríkulega myndskreytt og frumlegt verk um íslenska varpfugla með margvíslegum fróðleik, ljóðum og frásögnum af sambúð náttúru og manns,“ segir í umsögn Hagþenkis.
Aðrar tilnefningar eru þessar:
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen. Námsefni í dönsku á grunnskólastigi.
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Fræðaskjóða. Bókmenntafræði fyrir forvitna.
Gísli Pálsson. Fuglinn sem gat ekki flogið.
Gunnar Þór Bjarnason. Spænska veikin.
Kjartan Ólafsson. Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn. DRAUMAR OG VERULEIKI. Stjórnmál í endursýn.
Kristján Leósson og Leó Kristjánsson. Íslenski kristallinn sem breytti heiminum.
Pétur H. Ármannsson. Guðjón Samúelsson húsameistari.