Fara í efni
Menning

Góður boðskapur og metnaðarfull uppfærsla

Ylva Sól Agnarsdóttir (yngsta Birna), Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir (elsta Birna) og Fanney Valsdóttir (Krissí).

Hildur Eir Bolladóttir hreifst af sýningu Leikfélags Hörgdæla, Í fylgd með fullorðnum, sem er á sviðinu á Melum um þessar mundir.

„Mér finnst hugmyndin virkilega snjöll hjá Pétri Guðjónssyni, að segja sögu og skapa sýningu út frá sönglögum Bjartmars [Guðlaugssonar]. Útfærslan er líka býsna snjöll, manneskjuleg, hnyttin og umhugsunarverð,“ skrifar Hildur Eir í pistli á Akureyri.net um sýninguna. „Sagan byggir á minningaráfi reikullar sálar sem heitir Birna og er á miðjum aldri. Hún er fullorðið barn alkóhólista að gera upp fortíð sína og reyna að hugga grátandi barnið sem enn stýrir för í lífi hennar. Það er magnað að sjá og skynja þennan þétta hóp sem kemur að uppfærslunni hvort sem það er fólkið á gólfinu, bak við tjöldin eða á sviði, maður veit að svona sýning verður ekki til nema með samhæfðum kröftum margra aðila.“

Smellið hér til að lesa pistil Hildar Eirar um leikritið