Fara í efni
Menning

Góðir tónleikar en mikill kostnaður

„Það var sérlega gaman að sjá hvað aðsókn að tónleikunum var frábær og undirtektir sýndu glögglega að mikill áhugi er á Akureyri fyrir Vínartónleikum á þessum árstíma,“ skrifar Michael Jón Clarke í pistli um tónleika kvennakórsins Emblu og hljómsveitar í Hofi í gær. 

Michael hrósar kórnum, hljómsveit og einsöngvara, svo og stjórnandanum Roar Kvam, sem hann segir hafa unnið þrekvirki við útsetningar. Í pistlinum nefnir Michael einnig mikinn kostnað við að halda viðburð eins og þennan í menningarhúsinu. „Hamrar er frábær tónleikasalur, eins og Hamraborg, en menningarhúsið er að verða líkara skrímsli sem étur börnin sín en miðstöð fyrir grasrótina til að vaxa og dafna eins og lagt var upp með á sínum tíma.“ 

Smellið hér til að lesa pistil Michaels Clarke.