Menning
Glænýtt myndband fyrir Litlu hryllingsbúðina
24.06.2024 kl. 22:00
Leikfélag Akureyrar hefur frumsýnt nýtt tónlistarmyndband við lagið Snögglega Baldur úr söngleiknum Litla hryllingsbúðin sem fer á fjalir Samkomuhússins í október. Lagið er eitt af þekktari lögum þessa vinsæla söngleiks og eru það Kristinn Óli (Króli), sem leikur blómasalann Baldur, og Birta Sólveig Söring, sem leikur blómarósina Auði, sem flytja lagið. Önnur aðalhlutverk eru í höndum Ólafíu Hrannar Jónsdóttur og Arnþórs Þórsteinssonar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson
„Myndbandið er skemmtilegt og líflegt og gefur tóninn fyrir viðburðaríkt sýningartímabil hjá Menningarfélagi Akureyrar,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Sjón er sögu ríkari! Smellið hér til að sjá og hlusta