Menning
Gjafabréfasmiðja á Amtsbókasafninu í dag
22.11.2023 kl. 14:40
Spurt er á vef Amtsbókasafnsins: Hvernig væri að gefa umhverfisvæna jólagjöf sem þarf ekki að kosta krónu?
Í tilefni evrópsku nýtnivikunnar blæs safnið við til gjafabréfasmiðju í dag, „þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að gefa upplifun eða góðverk,“ eins og það er orðað á vef safnsins. Viðburðurinn verður á safninu í dag á milli kl. 17.00 og 18.00.
Gjafabréfin verða unnin undir handleiðslu listakonunnar Jonnu og „verða að sjálfsögðu úr endurunnum efnivið.“
Hægt er að gefa hvað sem er með þessum gjafabréfum, segir á vef Amtsbókasafnsins og tekin nokkur dæmi:
- Gönguferð
- Norðurljósaskoðun með heitu kakói
- Pössun
- Matarboð
- Þrif
- Sundferð og ís
- Spilakvöld
- Snjómokstur
- Veiðiferð
- Heimsókn á bókasafnið