Fara í efni
Menning

Fór að mála af alvöru eftir ársdvöl í Mexíkó

Ágústa Jenný segir að listin hafi alltaf verið miðpunkuturinn í tilverunni. Mynd: Facebook
Hvað ef þú gætir málað allan heiminn, bókstaflega? Skapað það sem þú vilt upplifa í lífinu með pensli? Hvað ef lífið væri einfaldara en hugurinn heldur? 
 
Þannig hefst lýsing nýrrar myndlistasýningar Ágústu Jennýjar Forberg, en hún er 24 ára gömul listakona, ættuð innan úr Eyjafjarðarsveit. Sýningin hennar ber heitið Lífið er list – Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, og opnun verður í Kaktus í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20-22. Ágústa segir í lýsingunni að listin hafi alltaf verið miðpunkturinn í lífinu en áhuginn hafi kviknaði af alvöru eftir ársferðalag til Mexíkó og stutt hopp til Guatemala þar sem hún fór í mikla sjálfsskoðun og innri ferðalög sem leiddu hana aftur að kjarnanum.
 

List mín endurspeglar hugsanir mínar, sál mína, tilfinningar og reynslu. Allt sem ég mála kemur frá mínum innsta kjarna, þaðan sem rætur liggja – en hreyfast samt, í leit að merkingu og næringu. Þær finna sér leið, grafa dýpra, brjóta steina – ekkert stöðvar þær, því þær eru blessaðar af heilögum styrk.

  • HVER ER ÁGÚSTA JENNÝ?
    Ágústa er 24 ára norðlensk listakona ættuð innan úr Eyjafjarðarsveit. Hennar helsti tjáningarmáti frá barnæsku hefur verið að mála, syngja og skapa hluti með höndunum hvort sem það er að leira eða skapa gersemar úr gömlum hlutum eða rusli. Hún er stúdent úr MA, menntuð jógakennari í Mexíkó og er við það að ljúka 1 árs diplómanámi við listnámsbraut í VMA.