Menning
Flygill á flakki – gert við hljóðfæri Davíðs
14.12.2022 kl. 16:00
Flygill Davíðs Stefánssonar á vinnustofu Sindra Más Heimissonar hljóðfærasmiðs í Reykjavík.
Flygill Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er kominn heim í Davíðshús á ný eftir viðgerð, eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag. Leikið var á hljóðfærið á sunnudaginn í fyrsta skipti eftir heimkomuna.
„Hljóðfærið hefur fengið algjöra yfirhalningu í viðamikilli viðgerð sem fram fór fyrr á árinu þegar það var sent til Reykjavíkur til Sindra Más Heimissonar, hljóðfærasmiðs sem nostraði við hljóðfærið,“ sagði Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en Davíðshús, húsið númer 6 við Bjarkarstíg, er í umsjá safnsins.
Það kostar nokkur handtökin þegar flygill fer í ferðalag. Að neðan eru myndir af því þegar hljóðfærið kom aftur heim í Davíðshús.
Frétt Akureyri.net fyrr í dag: Fagrir flygiltónar óma á ný í Davíðshúsi