Menning
Fjórir toppar á frábærum tónleikum SN
26.11.2024 kl. 10:00
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flutti manni kærkomna hvíld frá pólitískum holskeflum s.l. sunnudag í Hamraborg. Ég valdi viljandi fyrirsögnina til að benda á að „BRAVÓ“ verkin voru ekki bara Boléro, eins og hefði mátt ætla í einhæfni auglýsingaslagorða, heldur voru þau fjögur. Meira að segja voru tvö glæsileg íslensk hljómsveitarverk frumflutt eftir tónskáld í fremstu röð íslenskra tónskálda. Svo fékk fyrsti fiðlukonsertinn eftir ofurtónskáld 20. aldar, Dmítríj Shostakovítsj, að hljóma í afar fallegum flutningi einleikarans og konsertmeistara Sinfóníunnar svo oft, hennar Gretu Salóme með hljómsveitinni.
Þannig hefst pistill Jóns Hlöðvers tónskálds sem birtist á Akureyri.net í dag.
Smellið hér til að lesa pistil Jóns Hlöðvers