Fara í efni
Menning

Fjöldi tónleika á vegum Tónlistarskólans

Tónlistarskólinn á Akureyri stendur fyrir fjölda tónleika í aðdraganda jóla eins og hefð er fyrir. Í dag eru t.d. jólatónleikar klassískrar deildar í Akureyrarkirkju kl. 17.30.

Viðamestu tónleikarnir verða í Hamraborg, stóra salnum í Hofi eftir viku, fimmtudaginn 15. desember; sameginlegir tónleikar strengjasveita og blásarasveita skólans. Í þessum sveitum eru samanlagt um 100 nemendur þannig að það er stór viðburður fyrir nemendur og kennara skólans.

Smellið hér til að sjá upplýsingar um alla tónleikana sem framundan eru.