Menning
Fjölbreytt menning á döfinni næstu daga
17.03.2025 kl. 17:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Myndlistarsýningar
Listasafnið - opnun tveggja nýrra sýninga um helgina:
- Laugardaginn 22. mars kl. 15.00 verða sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.
- Þriðjudagsfyrirlestur vikunnar: Brynja Baldursdóttir – Ferð um hið innra landslag. Listasafnið, þriðjudaginn 18. mars kl. 17.00.
Mjólkurbúðin
- Form Óð - Málverkasýning Dagrúnar Matthíasardóttur. Opið 22. og 23. mars á milli 14-17.
Hof
- Gáðu ekki í gæfunnar spilin - Myndlist Ástu Sigurðardóttur. Hof / Hamragil og Leyningur. Opið á opnunartíma Hofs og sýningin stendur til 31. mars.
Deiglan
- Hugsýnir - Málverkasýning Sigurðar Péturs Högnasonar. Opið 21. 22. og 23. mars frá 14-17
Læknastofur Akureyrar, Glerártorgi
- Milli draums og veruleika - Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur. Opið á opnunartíma læknastofanna.
Tvær nýjar sýningar á Listasafninu: T.v. Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helga Páley Friðþjófsdóttir, Í fullri fjöru. Myndir: listak.is
Tónleikar
- Hörpusláttur í Hofi / Elísabet Waage og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - Hof, Hömrum, sunnudaginn 23. mars kl. 16.00.
- DIMMA - Græna hattinum föstudaginn 21. mars kl. 21.00 og laugardaginn 22. mars kl. 21.00
- Teiknimyndalögin okkar - Hof, Hamraborg, sunnudaginn 23. mars kl. 16.00.
- Himinn og jörð - dægurlagaperlur Gunnars Þórðarssonar - Hof, Hamraborg, laugardaginn 22. mars kl. 20.30.
- Uppinn, 2. tónleikar - Tónleikaröð Uppans á annarri hæð Vamos, Vamos grande. Föstudaginn 21. mars kl. 21.00. Frítt inn.
- Þorgerðartónleikar Tónlistarskólans á Akureyri í Hömrum í Hofi miðvikudaginn 19. mars kl. 20.00. Á tónleikunum koma fram nemendur á framhaldsstigi.
Leiksýningar
- LMA sýnir Galdrakarlinn í OZ - Föstudaginn 21. mars kl 20.00 - Hamraborg, Hofi.
- Land míns föður, Freyvangi - Fimmtudaginn 20. mars kl. 20.00, föstudaginn 21. mars kl. 20.00 og laugardaginn 22. mars kl 20.00.
- Epli og eikur, Leikfélag Hörgdæla á Melum - Föstudaginn 21. mars kl. 20.00 og laugardaginn 22. mars kl. 20.00.
Aðrir viðburðir
- Pub Quiz með Villa Vandræðaskáldi á LYST - Föstudaginn 21. mars kl. 20.30.
- Meiri púðursykur - uppistand - Föstudaginn 21. mars kl. 19.00 og 22.00.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.