Fara í efni
Menning

Fimm milljónir króna á ári til Tónræktarinnar

Magni Ásgeirsson, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Ármann Einarsson að lokinni undirritun samningsins en Magni og Ármann eru eigendur og skólastjórar Tónræktarinnar. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær leggur 5 milljónir króna árlega næstu þrjú ár í rekstur og starfsemi tónlistarskólans Tónræktarinnar. Samningur þar að lútandi var undirritaður í gær.

Nemendur Tónræktarinnar eru 170 og þar starfa 11 kennarar. „Öll kennsla fer fram í einkatímum og er leiðarljós skólans að kennt sé út frá einstaklingsnámskrá og hverjum og einum nemanda mætt þar sem hann er staddur í aldri og þroska,“ segir á vef Akureyrarbæjar. Þar kemur fram að í Tónræktinni fái nemendur tilsögn og kennslu í þeirri tónlist sem þeir vilji leggja stund á hverju sinni og að aðsókn að skólanum hafi vaxið mjög á síðustu árum.

„Markmið samningsins við Tónræktina er að veita ungu fólki möguleika á að afla sér tónlistarfræðslu og bjóða upp á annan valkost en Tónlistarskóla bæjarins. Í því skyni leggjur Akureyrarbær 5 milljónir króna árlega í rekstur og starfsemi Tónræktarinnar árin 2023-2025,“ segir á vef Akureyrarbæjar.