Menning
Fagna 20 ára afmæli Smámunasafnsins
19.08.2023 kl. 08:00
Á morgun, sunnudaginn 20. ágúst, verður haldið upp á 20 ára afmæli Smámunasafns Sverris Hermannssonar í Sólgarði. Safnið verður opið kl. 13.00 til 17.00 og er þetta jafnframt síðasti dagurinn sem safnið verður opið í sumar.
Í tilkynningu segir að veglega verði haldið upp á afmælið:
- Frítt er inn á safnið
- Iðunnar-pönnsur með rjóma í boði á meðan birgðir endast
- Samúel Jóhannsson listamaður upplýsir gesti um verkin á sýningunni sinni milli kl. 15 og 17
- Fráfarandi safnstýra verður með ýmsan skemmtilegan fróðleik á takteinum yfir daginn
- Ratleikurinn vinsæli í boði fyrir börnin
- Félagar í Búsögu verða með uppgerðar vélar og tæki til sýnis á túninu sunnan við Sólgarð
- Gestir geta einnig skoðað Saurbæjarkirkju
Bent er á að tekið verði við frjálsum framlögum í Smá-samskotakrukkuna, sem verður nýtt til sérverkefna á safninu.