Fara í efni
Menning

„Eyja á sviði sannleikans“ í Verksmiðjunni

Sýningin INSULA CAMPO VERITÀ, Eyja á sviði sannleikans, verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á laugardaginn, 5. ágúst kl. 14.00. 

„Fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða, rithöfunda, og sýningarstjóra frá 6 mismunandi Evrópulöndum hafa komið saman í Verksmiðjunni Hjalteyri í þeim tilgangi að ímynda sér veröld án kapítalískrar hugmyndafræði. Þau vinna saman að því að skapa útópískan smáheim sem ögrar grundvallaratriðunum í því umhverfiseyðandi neyslukerfi sem við lifum og hrærumst í,“ segir í tilkynningu. „Verkefnið er 3 vikna félagsleg tilraun og myndlistarsýning þar sem hópurinn mun búa saman í verksmiðjunni þar sem þau deila hugmyndafræði sinni og lífspeki, fara í gönguferðir, taka þátt í pólistískum umræðum og setja upp sýningu. Þau munu vinna með nærsamfélagið og umhverfi Hjalteyrar, afla sér fæðu með fiskveiðum og lifa á landsins gæðum, um leið og þau fylgja eftir siðfræði tilraunastarfseminnar.“

Listamennirnir eru: Mao Alheimsdottir, Michaela Lakova, Bryndís Björnsdóttir, Voin de voin, Karolina Daria Flora, Joseph Marzolla, Emilie Pischedda og Amanda Riffo. Sýningarstjórar eru Joseph Marzolla og Þorbjörg Jónsdóttir.

Heimasíða Verksmiðjunnar

Verksmiðjan á Instagram

Sýningin verður opin alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 14.00 til 17.00 þar henni lýkur 3. september.
_ _ _ 

  • Verksmiðjan á Hjalteyri er sýningar- og verkefnarými stofnað 2008 í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Aðaláhersla er lögð á alþjóðlega samtímalist, kvikmyndir, vídeólist, tónlist en einnig námskeið listaskóla.
  • Sýningin og koma listafólksins er styrkt af Uppbyggingarsjóði, Hörgársveit og franska sendiráðinu