Fara í efni
Menning

Drengurinn Fengurinn og stjörnur Akureyrar!

Drengurinn Fengurinn (Egill Logi Jónasson) hefur verið ótrúlega afkastamikill síðustu tvö ár; óhætt er að fullyrða að þar sé á ferð afkastamesti listamaður þjóðarinnar á þessu tímabili því hann hefur gefið út nær 30 breiðskífur auk þess að mála fjölda verka. Drengurinn Fengur hefur gefið út nýja plötu nánast á hverjum föstudegi í ár!

Núna vinnur hann að plötunni Akureyri All Stars þar sem hann fær til liðs við sig þekkta og minna þekkta tónlistarmenn sem búa á Akureyri; hver og einn semur með honum og hljóðritar lag (auk þess að gera myndband) á aðeins fjórum klukkustundum.

Fyrstur í röðinni er Birgir Örn Steinarsson (Biggi Maus) sem hefur búið á Akureyri í tvö ár og verið iðinn við útgáfu á nýrri tónlist á þeim tíma. Ástæða er til að hvetja fólk til þess að fylgjast með þessu skemmtilega framtaki.

Lag Drengsins og Bigga Maus á Spotify:

https://open.spotify.com/track/67AUOL2eKsgJg7y6r1zYpb?si=d39eace8d6f34055

Myndband á YouTube:

https://youtu.be/mdJJHJ1TtYc