Fara í efni
Menning

Draumaleikhúsið sýndi Elísabet Scrooge

Fyrstu önn nýstofnaðs leiklistarskóla Draumaleikhússins lauk um helgina með nemendasýningu í Deiglunni. Hópurinn sýndi Elísabet Scrooge - Alein á jólum og var það lokapunktur fyrsta 12 vikna námskeiðsins undir stjórn Péturs Guðjónssonar sem stofnaði skólann í sumar ásamt Kristjáni Blæ Sigurðssyni.

Draumaleikhúsið stefnir að fjölbreyttum námskeiðum en fyrst um sinn er áherslan lögð á námskeið í leiklist fyrir aldurshópinn 16-25 ára. Skólinn fer af stað aftur eftir áramót með námskeið á 1. stigi og stefnt er að því að vera með námskeið á 2. stigi á haustönn. Námskeið vorannar hefst í byrjun febrúar og skráning er hafin.

Pétur og Kristján hyggjast bjóða bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast leiklist, framleiðslu og framkomu, einnig leiklistarnámskeið fyrir
67 ára og eldri, framkomunámskeið og námskeið í kvikmyndaleik- og gerð.

Á myndinni er leikhópurinn sem sýndi í Deiglunni um helgina. Frá vinstri: Birta Júlía Sturludóttir, Ísak Óli Bernharðsson, Friðrika Bóel Ödudóttir, Svavar Máni Geislason, Ásthildur Emelía Þorgilsdóttir, Hjálmar Jón Pjetursson, Herdís María Sigurðardóttir, Anton Bjarni Bjarkason, Karen Ósk Kristjánsdóttir, Sara Líf Sigurjónsdóttir og Sóldís Anna Jónsdóttir.