Fara í efni
Menning

Dan Van Dango með tónleika á Verkstæðinu

Dan Van Dango og Hættulegir menn halda tónleika á Verkstæðinu á Akureyri á morgun, föstudaginn 9. ágúst. 

Sjálfir segja þeir í tilkynningu að hér sé um stórfrétt og menningarviðburð að ræða, bæta við að frítt sé inn fyrir heilbrigðisstarfsfólk gegn framvísun starfsmannaskírteinis, en annar sé miðaverði stillt í hóf, aðeins 2.000 krónur miðinn. Dan Van Dango og Hættulegir menn leika lög af síðustu plötum og mögulega eitthvað af nýrra efni einnig. Þarna verða lögin NæturprinsinnSpilakassar og Vandræði í Varmahlíð á sínum stað.

Hættulegir menn eru: Flóki Árnason á trommur, einnig þekktur sem Koi á kassagítar og í bakröddum, Gísli Árnason á bassa og Kristján Kristmannsson, stórhættulegur á saxófón og hljóðgervla. Krissi, hafnfirskt söngskáld sem leikur á gítar og syngur um útihlaup, Hafnfirðinga, lífið og tilveruna, hitar upp. Krissi hefur spilað töluvert undanfarið að því er fram kemur í tilkynningu sveitarinnar og er með sína fyrstu plötu í burðarliðnum.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.