Menning
Come out to play í Amtsbókasafninu
02.08.2023 kl. 07:00
Myndlistarmaðurinn Heimir Snær Sveinsson opnar sýninguna Come out to play í Amtsbókasafninu á hádegi föstudaginn 4. ágúst. Sýningin mun standa í Amtsbókasafninu út ágústmánuð, en safnið er opið kl. 8:15-19:00 alla virka daga.
Come out to play er fyrsta myndlistarsýning Heimis Snæs eftir nám í University of Cumbria í norðurhluta Englands. Heimir sýnir hvort tveggja eldri og og nýrri verk sem uppljóstra hryllilega eiginleika í leikgleði og leikjum, ásamt þeirri ískyggilegu tvísýni sem einkenna verkin, eins og segir í kynningu sýningarinnar.
Heimir Snær útskrifaðist sem listmálari úr Myndlistarskólanum í Reykjavík og er nú nýútskrifaður úr University of Cumbria með bakkalársgráðu í myndlist. Hann hefur áður sýnt í Núllinu í Reykjavík 2021 (Sjálfur), Holunni á Akureyri 2022 (Andlitsleysur) og á útskriftarsýningu University of Cumbria 2023 (Áður en við förum).