Chicago vann tvenn Grímuverðlaun
Söngleikurinn Chicago í uppsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fékk í kvöld tvenn Grímuverðlaun á uppskeruhátíð Sviðslistasambands Íslands í Borgarleikhúsinu.
Björgvin Franz Gíslason fékk Grímuna sem söngvari ársins
Lee Proud fékk Grímuna fyrir dans- og sviðhreyfingar ársins
Björgvini Franz var nánast orðlaus þegar hann kom á svið Borgarleikhússins, í beinni útsendingu RÚV. „Eruð þið búin að sjá með hverjum ég var tilnefndur?“ spurði hann að því er segir á vef RÚV.
Þetta voru fyrstu Grímuverðlaun Björgvins Franz. „Takk fyrir mig. Ég trúi þessu ekki. Allir sem voru tilnefndir með mér, ég trúi ekki að ég hafi unnið þetta. Þið áttuð þetta svo skilið,“ sagði hann að lokum, skv. frétt RÚV, áður en hann yfirgaf sviðið við standandi lófatak viðstaddra.
Chicago fékk eftirtaldar tilnefningar til Grímuverðlaunanna:
- Sýning ársins: Chicago
- Leikari í aðalhlutverki: Björgvin Franz Gíslason
- Leikari í aukahlutverki: Arnþór Þórsteinsson
- Söngkona: Margreit Eir
- Söngvari: Björgvin Franz Gíslason
- Dansari: Katrín Vignisdóttir
- Dans og sviðshreyfingar: Lee Proud
Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar, m.a. lista yfir alla Grímuverðlaunahafa
Smellið hér til að horfa á útsendingu RÚV frá athöfninni í heild