Chicago fékk sjö Grímutilnefningar
Söngleikurinn Chicago, í uppsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, hlaut sjö tilnefningar til Grímuverðlaunanna – íslensku sviðslistaverðlaunanna að þessu sinni. Tilnefningarnar voru kynntar gær.
Leikstjóri Chicago var Marta Nordal. Frumsýning var í lok janúar og verkið sýnt fyrir fullu húsi þar til í apríllok.
Tilnefningarnar eru eftirfarandi:
- Sýning ársins: Chicago
- Leikari í aðalhlutverki: Björgvin Franz Gíslason
- Leikari í aukahlutverki: Arnþór Þórsteinsson
- Söngkona: Margreit Eir
- Söngvari: Björgvin Franz Gíslason
- Dansari: Katrín Vignisdóttir
- Dans og sviðshreyfingar: Lee Proud
Tilnefnt er í 17 verðlaunaflokkum að þessu sinni. Nánar hér um Grímuverðlaunin
„Valnefnd skipuð 9 fulltrúum hefur fjallað um sýningar leikársins. Meðlimir valnefndar eru fagfólk sem sinnir starfi sínu sem einstaklingar og meta framlög út frá eigin sannfæringu,“ segir á vef Grímunnar. „Hún hefur valið 3-5 einstaklinga, teymi eða verk í hverjum verðlaunaflokki í forvali Grímunnar er hljóta tilnefningu. Í aðalvali velur nefndin sigurvegara í hverjum flokki og verða verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu að kvöldi miðvikudagsins 14. júní nk og í beinni útsendingu á RÚV.“
Ljósmyndir: Ármann Hinrik