Fara í efni
Menning

Benedikt búálfur hlaut Edduverðlaun

Söngleikurinn Benedikt búálfur hlaut Eddu-verðlaun sem sjónvarpsefni ársins á Edduverðlaununum sem fram fóru á sunnudagskvöldið. Söngleikurinn, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í Samkomuhúsinu í mars í fyrra, er afar vinsæll í Sjónvarpi Símans Premium. Í þessum flokki Edduverðlaunanna eru að ekki fagnefndir sem ákveða hver verður fyrir valinu heldur kýs almenningur á vef RÚV.

„Ævintýralegi og vinsæli söngleikurinn eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson er einn allra þekktasti barnasöngleikur þjóðarinnar og hefur töfrandi saga og grípandi tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar unnið hug og hjörtu íslenskra barna á öllum aldri,“ segir á vef Menningarfélags Akureyrar.