Menning
Barnamenning, tónar, myndlist, leiklist ...
31.03.2025 kl. 11:30

Barnamenningarhátíð hefst 1. apríl. Fjölbreyttir tónleikar verða haldnir um helgina.
Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Barnamenningarhátíð hefst á morgun, 1. apríl og margir viðburðir tengjast hátíðinni. HÉR er hægt að skoða viðburðardagatal Barnamenningarhátíðar, og hér má lesa umfjöllun Akureyri.net um hátíðina.
Listasýningar - opnanir
- + Listasafnið - Verk nemenda í Naustaskóla og Síðuskóla sem hafa heimsótt safnið og unnið verkefni í tengslum við heimsóknirnar. Sýningin er opin í safnfræðslurýminu. Opnun þriðjudaginn 1. apríl og sýningin stendur til 13. apríl.
- Ísland með okkar augum - Listaverk eftir nemendur í Naustaskóla. Hof. Sýningin opnar 3. apríl og stendur út mánuðinn.
Yfirstandandi sýningar:
- Það birtir aftur – ný listaverk eftir Gillian Alise Pokalo. Mjólkurbúðin. 4. apríl á milli 17-20. Opið 5. og 6 apríl frá 14-17.
- Milli draums og veruleika – Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur. Læknastofum Akureyrar. Opið á opnunartíma læknastofanna.
- Huldukona - Tvívíð og þrívíð listaverk Huldu Vilhjálmsdóttur, Listasafnið á Akureyri. Stendur til 4. apríl.
- Átta ætingar - Myndlist Kristjáns Guðmundssonar. Listasafnið á Akureyri. Stendur til 4. apríl.
- Dömur mínar og herrar - Þórður Hans Baldursson og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Listasafnið á Akureyri. Stendur til 4. apríl.
- Sköpun bernskunnar 2025 – Samsýning myndhöggvarans Sólveigar Baldursdóttur og barna í skólum bæjarins. Stendur til 21. apríl.
- Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Samsýning verka þar sem viðfangsefnið eru staðir í landshlutanum. Listasafnið á Akureyri. Stendur til 25. maí.
- Brotinn vefur – Textíllist Emilie Palle Holm á Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Í fullri fjöru – Myndlist Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Margskonar I-II – Valin verk fyrir sköpun og fræðslu, Listasafnið á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
Barnamenningarhátíð stendur yfir í apríl og fjölmargir áhugaverðir og skemmtilegir viðburðir tengjast henni.
Tónleikar
- Leikur að orðum - Börn flytja lög eftir Braga Valdimar Skúlason. Hluti af Barnamenningarhátíð. 1. apríl kl. 13-15.
- Skítamórall í 35 ár - Afmælistónleikar Skítamórals í Hofi. Föstudaginn 4. apríl kl. 20.00.
- Ljótu hálfvitarnir - Græna hattinum. Föstudag og laugardag, 4. og 5. apríl kl 21.00.
- Vetrarsól - útgáfutónleikar Árstíða. Akureyrarkirkja, föstudaginn 4. apríl kl 20.00
- Tólf tóna korterið - Þorsteinn Jakob Klemenzson. Listasafnið á Akureyri. Laugardaginn 5. apríl kl. 15 og 16, í korter í senn.
Leiksýningar
- Galdrakarlinn í Oz - Hof, Hamraborg. Síðasti sjens að sjá leiksýningu LMA. Sunnudaginn 6. apríl kl. 13 og 17.
- Land míns föður, Freyvangi - föstudaginn 4. apríl kl. 20.00 og laugardaginn 5. apríl kl 20.00.
- Epli og eikur, Leikfélag Hörgdæla á Melum - Föstudaginn 4. apríl kl. 20.00.
Aðrir viðburðir
- Á haus á Listasafninu - Núvitund fyrir börn og fullorðna á Listasafninu með Þuríði Helgu Kristjánsdóttur. Laugardaginn 5. apríl kl. 11-12.
- Ævintýraglugginn - Köttur út í mýri - GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi á Barnamenningarhátíð. Uppi allan apríl.
- Ljóðasmiðja í Davíðshúsi með Sesselíu Ólafs. Smiðjan er fyrir 12-14 ára og er hluti Barnamenningarhátíðar. 3. og 10. apríl. 15-17. Ókeypis aðgangur, fyrstir koma, fyrstir fá.
- Hæfileikakeppni Akureyrar 2025 - Hofi. Fyrir börn í 5. - 10. bekk. Hluti af Barnamenningarhátíð. Fimmtudaginn 3. apríl kl 16.00.
- Dansandi sögustund - Lifandi sögustund fyrir 3-4 ára börn í Rósenborg. Laugardaginn 5. apríl kl. 10.45 - 11.15.
- Myndlistarverkstæði Gilfélagsins á Barnamenningarhátíð. Fyrir 6 - 12 ára. Laugadaginn 5. apríl kl. 12 - 16 (má koma og fara og stoppa eins og hentar)
- Ullarþæfing fyrir fjölskyldur - Amtsbókasafnið. Hluti Barnamenningarhátíðar. Laugardaginn 5. apríl kl 12 - 15.
- Myndin Kisi (Flow) í Sambíó - Óskarsverðlaunamynd fyrir alla aldurshópa. Sambíó, sunnudaginn 6. apríl kl 15 - 17.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.