Fara í efni
Menning

Barnamenning blómstrar á sumardaginn fyrsta

Barnamenningarhátíð á Akureyri er í fullum gangi og sumardaginn fyrsta verður mikið um að vera víðsvegar um bæinn, „allt frá spennandi listasmiðjum og leiðsögnum til skemmtilegra sumarleikja og barnasögusýningar,“ eins og segir í tilkynningu frá bænum.

„Dagskrá dagsins lýkur svo með sannkallaðri tónlistarveislu á sviði Hamraborgar í Menningarhúsinu Hofi þar sem hinn einni sanni og sívinsæli tónlistarmaður Páll Óskar mun slá taktinn inní sumarið eins og honum einum er lagið, en áður en hann eignar sér sviðið stígur Ragga Rix rappari á stokk og hitar salinn upp.

Allir viðburðir Barnamenningarhátíðar eru ókeypis og öll velkomin. Mælt er með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningAK og deili fjörinu.“

Smellið hér til að sjá dagskrána sumardaginn fyrsta

Hér er dagatal barnamenningarhátíðar