Fara í efni
Menning

Aukasýning á La Traviata í Hofi

Þar sem miðar á óperuna La Traviata í Hofi seldust upp verður aukasýning sunnudaginn 14. nóvember kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar.

La traviata eftir Verdi hætti fyrir fullu húsi í Eldborg vorið 2019 en verður nú aftur sýnd bæði í Hörpu og Hofi. Aðal hlutverkið verður sem fyrr sungið af Herdísi Önnu Jónassdóttur sem fékk frábæra dóma og Grímuverðlaun sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverki Víólettu.

Heimasíða MAk