Arnór Bliki áritar bók í grennd við brýrnar
Bókin Brýrnar yfir Eyjafjarðará eftir Arnór Blika Hallmundsson er komin út. Hann seldi og áritaði bókina í gær á planinu við þverbrautina, sem svo er kölluð; á bílastæði nokkru sunnan við Flugsafnið þar sem margir hefja gönguferð um óshólmana. Arnór Bliki verður þar aftur í dag á milli kl. 13.00 og 15.00.
Lesendur Akureyri.net þekkja Arnór Blika sem höfund geysivinsælla pistla um sögu húsa á Akureyri og víðar í Eyjafirði. Hann sendi frá sér bókina Oddeyri. Saga, hús og fólk ásamt Kristínu Aðalsteinsdóttir í júlí og nú þessa forvitnilegu bók um brýrnar yfir Eyjafjarðará, þar sem stiklað er á milli þeirra ellefu brúa, sem ný liggja yfir ána.
Nánar hér um bókina
Nýjasti húsapistill Arnórs Blika birtist á Akureyri.net í morgun. Smellið hér til að lesa hann.