Fara í efni
Menning

And Björk, of course... á svið hjá LA í vetur

Leikfélag Akureyrar setur leikritið And Björk, of course... á svið eftir áramót. Höfundur verkefins er Akureyringinn Þorvald heitinn Þorsteinsson, kunnur myndlistarmaður og rithöfundur.
 

„Gamall draumur minn um að setja Þorvald á svið er að rætast. Við frumsýnum þetta snilldarverk eftir áramót í leikstjórn Grétu Kristínar Ómars með einvalaliði leikara og listrænna stjórnenda. Og við getum vart beðið!“ skrifar Marta Nordal, leikhússtjóri LA, á Facebook.

Í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar er talað um nærgöngult og hrollvekjandi leikrit, sem í senn sé „sprenhlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt.“
 
Leikarar: Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson, Eygló Hilmarsdóttir, Arna Magnea Danks, Davíð Þór Katrínarson, María Pálsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.