Menning
Álfar og tröll – þrennir tónleikar Helgu og Hildu
12.10.2023 kl. 15:00
Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Helga Kvam píanóleikari hefja í kvöld tónleikaröð sem þær kalla Álfar og tröll þar sem þær leita í sagnaarfinn og flétta saman dagskrá í tali og ónum.
- Tónleikarnir í kvöld verða í Safnahúsinu á Húsavík og hefjast kl. 20.30.
„Flutt verður tónlist úr ýmsum áttum sem tengist álfum og tröllum og spjallað um þjóðtrú okkar Íslendinga, stundum með aðstoð góðra gesta,“ segir í tilkynningu.
- Á morgun, föstudag, verða þær með tónleika í Skólahúsinu á Kópaskeri kl. 20.00.
- Þriðju og síðustu tónleikarnir verða á Akureyri á laugardaginn – í Hlöðunni við Litla-Garð, og hefjast kl. 17.00.
Aðgangseyrir er 3.500 krónur. Sætafjöldi er takmarkaður og miðar einungis seldir á staðnum, að því er kemur fram í tilkynningunni. Viðburðurinn er styrktur af Sóknaráætlun SSNE.