Fara í efni
Menning

Aðrir litrófstónleikar Eyþórs Inga á morgun

Eyþór Ingi Jónsson organisti í Akureyrarkirkju.

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju heldur aðra tónleika sína í litrófstónleikaröðinni í kirkjunni á morgun, laugardag 14. desember, kl. 12. Umfjöllun um efnisskrána hefst kl. 11.45

Í litrófsröðinni reynir Eyþór að sýna sem flestar ólíkar hliðar orgelsins, ólík hljóð, ólíka tónlist og ólíka nálgun við tónlistina, að því er segir í tilkynningu. Dagskrána má sjá hér að neðan:

Á aðventu- og jólatónleikunum spilar hann mörg stutt en fjölbreytt verk tengd hátíðunum. Verkin eru öll í eldri kantinum, samin frá ca 1460-1760. Tónleikarnir taka u.þ.b 45 mínútur og eftir tónleika býður Eyþór tónleikagestum að skoða hljóðfærið.

Aðgangseyrir er 3000 kr.

Litróf orgelsins nr. 2 - Aðventa og jól

1. Úr Buxheimer Orgelbuch (ca. 1460)
Redeuntes in idem

2. Claude-Bénigne Balbastre (1727-1799)
Premiere Suite de Noëls:
         III.eme Noël: Où s’en vont ces gais bergers 

3. Johann Sebastian Bach (1685-1750) (úts. Maurice Duruflé)
Jesus bleibet meine Freude úr kantötu BWV 147

4. Thomas Tallis (1505-1585)
Úr The Mulliner book (ca 1570):
         97: Veni redemptor I
         102: Veni redemptor II
 

5. Heinrich Scheidemann (1595-1663)
Vom Himmel hoch da komm ich her
         1. versus
         2. versus
         3. versus
         4. versus
 

6. Johann Sebastian Bach
Wachet auf, ruft uns die Steimme, BWV 645

7. Georg Böhm (1661-1733)
Gelobet seist du, Jesu Christ, Auf 2 clav. et pedale

8. Georg Friedrich Händel (1685-1759)
Jesu meine Freude HWV 480

9. Johann Sebastian Bach
Nun komm der Heiden Heiland, BWV 659

10. Syrpa með dönsum frá endurreisnartímanum
         Óþekktur höfundur (1593): Intrada
         Úr Codex Amerbach (1532): Est-il conclu par un arrêt d’amour
         William Byrd (1540-1623): Coranto (CCXLL úr Fitzwilliam Viginal Booke)
         Giorgio Mainerio (1530-1582): Ungarescha
 

11. Friedrich Wilhelm Zachow (1663-1712)
In dulci jubilo (LV 34)

12. Johann Michael Bach (1648-1694)
In dulci jubilo

13. Dieterich Buxtehude (1637-1707)
In dulci jubilo

14. Michel Corrette (1709-1795)
Nouveau Livre de Noëls:
         Suite II, Bon Joseph écoute moy