Fara í efni
Menning

10 + 1 árs afmæli Hofs fagnað – MYNDIR

Atli Örvarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í dag, þegar hún lék eitt laga hans sem hljómsveitin hljóðritaði á sínum tíma fyrir kvikmyndina Eurovision Song Contest. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Í dag eru 11 ár síðan menningarhúsið Hof var vígt. Vegna kórónuveirufaraldursins gafst ekki tækifæri til að fagna 10 ára afmæli hússins í fyrra en í dag var 10 + 1 árs afmælinu fagnað með stuttri hátíð.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, forsvarsmaður SinfoniaNord, og Eva Hrund Einarsdóttir, formaður stjórnar Menningarfélags Akureyrar, fluttu ávörp, svo og Atli Örvarsson, kvikmyndatónskáld, áður en hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem flutti eitt laga Atla sem hljómsveitin hljóðritaði fyrri kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Þá var flutt tónlistaratriði úr fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir.