Ýviður getur orðið allra trjáa elstur í Evrópu
„Í Evrópu getur ýviður orðið allra trjáa elstur. Hann getur einnig orðið býsna stór og áberandi í umhverfi sínu þótt algengara sé á Íslandi að sjá ývið sem litla skrautrunna,“ skrifar Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar, þeim 73. sem Akureyri.net birtir.
„Þar sem Íslendingar eru að jafnaði fremur ferðaþyrstir hafa margir þeirra án efa tekið eftir stórum, gömlum og glæsilegum ýviðartrjám í útlöndum. Samt er ekki víst að þeir hafi allir þekkt þessi tré. Í þessum pistli verður sagt stuttlega frá nokkrum af þessum frægu trjám. Öll trén eru í Evrópu.“
Áður hefur verið fjallað vítt og breytt um ættkvíslina ývið, Taxus eins og hún kallast á fræðimálinu. „Öll trén í þessum pistli tilheyra einni tegund ættkvíslarinnar. Það er evrópuýr eða Taxus baccata L.“
Smellið hér til að lesa meira