Mannlíf
Vöxtulegur víðir á sendnum svæðum
02.08.2023 kl. 16:00
Pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar er að þessu sinni um jörfavíði, víðitegund sem hann segir að hafi lengi farið undir radarinn hjá fólki en vinsældirnar aukist því tegundin vaxi vel á erfiðum, sendnum svæðum. Jafnvel saltrok nærri sjó virðist ekki trufla jörfavíði mikið.
Jörfavíðir kallast Salix hookeriana á latínu.
Hver er þessi Hooker sem tegundin er kennd við og hvernig tengist hann sögu landsins? Hvaðan er þessi víðir og hverjir eru kostir hans?
Hver eru helstu einkenni hans?
Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem Sigurður reynir að svara í pistlinum.
Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar