Fara í efni
Mannlíf

Vorsýningin flott sem endranær

Ljósmyndir: Björn Elvar Björnsson/Bubbi photography

Vorsýning listskautadeildar Skautafélags Akureyrar fór fram á laugardaginn. Þetta er árleg skemmtun og uppskeruhátíð deildarinnar þar sem iðkendur úr öllum hópum sýna listir sínar, byrjendur og lengra komnir.

Þema þessarar sýningar var skautað í gegnum áratugina og sýndu þátttakendur atriði við marga vinsæla smelli síðustu fjögurra áratuga eða svo. Vorsýningin er jafnan hápunktur skautaársins og tilhlökkunarefni fyrir alla sem að henni koma. Sem endranær stóðu krakkarnir sig með miklum sóma og áhorfendur skemmtu sér vel.

Björn Elvar Björnsson sendi Akureyri.net þessar skemmtilegu myndir frá sýningunni.