Fara í efni
Mannlíf

Von KA um sæti í efri hlutanum úr sögunni

Ívar Örn Árnason þakkar Blikanum Viktori Erni Margeirssyni fyrir leikinn í dag. Til hægri eru Daniel Obbekjær (2) sem geri fyrsta mark Breiðabliks og Arnór Gauti Jónsson (24). Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA á ekki lengur möguleika að ná sjötta sæti Bestu deildarinnar í knattspyrnu og verður því ekki í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt í tvennt fyrir lokakaflann.

KA tapaði 3:2 á heimavelli fyrir toppliði Breiðabliks í dag og eftir að Stjarnan vann FH í kvöld varð ljóst að KA-menn verða að sætta sig við að leika í neðri hlutanum annað árið í röð.

Þrátt fyrir tapið lék KA að mörgu leyti vel í dag og liðið fékk ákjósanleg færi til að skora meira en mörkin tvö. Og sannarlega var stutt á milli hláturs og gráts þegar um það bil 10 mínútur voru eftir; Viðar Örn Kjartansson, sem gerði bæði mörk KA, krafðist þess að fá vítaspyrnu aðeins nokkrum augnablikum áður en Blikarnir gerðu sigurmarkið. Dómarinn var ekki sammála KA-framherjanum, sá sem þetta skrifar hefur ekki séð upptöku af atvikinu og getur ekkert fullyrt, en það verður að segjast eins og er að Jóhann Ingi Jónsson dómari átti ekki góðan dag þegar á heildina var litið.

Leikskýrslan

Meira síðar