Vodafone heldur uppi fjörinu í Hlíðarfjalli
Um næstu helgi verður sérstakur Vodafone dagur í Hlíðarfjalli, sannkallað vetrarstuð fyrir fjölskyldur, eins og það er orðað í tilkynningu frá fyrirtækinu. Um er að ræða laugardaginn 23. mars.
„Um daginn verður háhraðabraut í fjallinu fyrir hina fullorðnu og svo rassaþotukeppni fyrir yngri kynslóðina. Um kvöldið opnar fjallið í boði Vodafone fyrir alla og bætist á enn frekar í fjörið. Komið verður fyrir tjaldi við Strýtuskálann og þar verða haldir tónleikar um kvöldið með hljómsveitinni FLOTT. Meðlimir sveitarinnar eru til að mynda tilnefndar fyrir lag, plötu og myndband ársins á hlustendaverðlaunum FM957 í ár,“ segir í tilkynningunni.
Árlegur viðburður?„Okkur hjá Vodafone fannst komin tími á alvöru aprés-ski viðburð í Hlíðarfjalli og ef viðtökurnar verða góðar mun þetta verða árlegur viðburður hjá okkur,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir, markaðsstjóri Vodafone.
„Þetta er fjölskylduhátíð yfir daginn og það ættu allir að hafa gaman af, stórir sem smáir. Við verðum svo með DJ Lilju Hólm sem er að norðan og svo kemur hljómsveitin FLOTT og taka alvöru tónleika í fjallinu um kvöldið. Við finnum fyrir áþreifanlegum spenningi fyrir því að hlusta á tónleikana live í fjallinu. Við erum mjög spennt fyrir þessu og hlökkum til að sjá hvernig tekst til!“
Í desember var opnuð ný upplifunarverslun Vodafone á Glerártorgi og þá hefur verið unnið að endurbótum á skrifstofum sem eru einnig staðsettar þar. „Við viljum bjóða upp á framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini og meiri skemmtun fyrir norðan. Viðburðurinn í Hlíðarfjalli er hluti af því. Við höfum verið vinir Hlíðarfjalls í fjölda ára og því fannst okkur tímabært að halda skemmtilegan fjölskyldudag í fjallinu og enda skíðaveturinn með stæl,“ segir Lija Kristín.
Fjallið verður opið í boði Vodafone frá klukkan 17.00 til 22.00 næsta laugardag.
Verslun Vodafone á Glerártorgi, upplifunarverslun eins og hún er kölluð, þegar opnað var á nýjum stað í desember.