Mannlíf
Vissirðu að kanill er þurrkaður trjábörkur?
11.12.2024 kl. 09:15
Í aðdraganda jóla þykir mörgum alveg bráðsnjallt að skreyta umhverfi sitt með ljósum og jólatrjám. Það var viðfangsefni pistils síðustu viku í röðinni Tré vikunnar. Svo vilja margir gera vel við sig í mat og drykk og að auki er til sérstök jólalykt. Efni pistils Sigurðar Arnarsonar í dag tengist kaniltré.
Sigurður spyr:
- Vitið þið úr hverju kanill er? Vitið þið að í Biblíunni er sagt frá því að hann var notaður til að örva menn til ástaratlota?
- Þekkið þið fuglinn Cinnamologus sem talinn var gera hreiður sitt úr kanilstöngum?
Hann segir frá mismunandi tegundum innan ættkvíslarinnar og lygilegar sögur sem tengjast trénu, ræktun þess og notkun kanils í árþúsundir.
Pistill dagsins: Kaniltré