Fara í efni
Mannlíf

Vel heppnuð hinsegin hátíð í Hrísey

Myndir: Sigmar Ingi Sigurgeirsson

Haldið var upp á Hinsegin daga í Hrísey um síðustu helgi í fyrsta sinn. Þetta er eina hinsegin hátíðin á Akureyri og stjórnendur telja að um það bil tvöfaldur íbúafjöldi eyjarinnar hafi tekið þátt í hátíðinni. Um 120 manns hafa fasta búsetu í Hrísey en fleiri eru þar jafnan yfir sumarið.

Bjarni Snæbjörnsson var á meðal þeirra sem kom fram en hann hefur sýnt eigið leikverk, Góðan daginn faggi, víða um land við góðan orðstír. Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna '78 var á staðnum, svo og dragdrottningin Starina. Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars – Sigurður Þorri Gunnarsson – sá um tónlistina í félagsheimilinu að kvöldi laugardagsins og fram á nótt, þar sem fjöldi fólks skemmti sér.