Fara í efni
Mannlíf

Vænghnota á Íslandi einstök á heimsvísu?

Eins og kunnugt er lifðu ýmisar trjátegundir á Íslandi á því jarðsögutímabili sem kallast tertíer. Fæst þeirra eru hér lengur. Lengi var einhvers konar landbrú frá Grænlandi, yfir Ísland og Færeyjar, til Skotlands. Eftir henni gátu plöntur flust á milli landa. Þegar Atlantshafið hélt áfram að stækka vegna landreks sökk þessi landbrú smám saman og samgangur plantna varð torveldari. Þegar landbrúin var horfin hélt náttúruvalið auðvitað áfram að gera sínar tilraunir. Þetta leiddi til þess að á Íslandi þróuðust smám saman trjátegundir sem hvergi voru til annars staðar í heiminum. 
 
Sigurður Arnarsonar fjallar í pistli dagsins í röðinni Tré vikunnar um dularfulla einlenda vænghnotu, sem allt bendi til að sé einstök á heimsvísu. Einlend tegund vex aðeins í einu landi. 
 
Smellið hér til að lesa pistil dagsins