Fara í efni
Mannlíf

Vaðlaskógur á 6. áratug – sjón er sögu ríkari

Vaðlaskógur hefur verið töluvert í umræðunni í bænum að undanförnu. Ekki bara vegna þess að hann blasir við, í allri sinni dýrð, handan við Pollinn, heldur líka vegna þeirra framkvæmda sem þar hafa verið.
 
Þess vegna er gott að minnast frumherjanna sem af eljusemi gróðursettu þau tré sem nú mynda skóginn. Þessu megum við ekki gleyma, heldur ber okkur öllum að halda því til haga. Annað væri virðingarleysi við gengnar kynslóðir og starf þeirra,“ segir Sigurður Arnarson en í pistli dagsins í röðinni Tré vikunnar segir hann frá skóginum og birtir myndir sem teknar voru þar á 6. áratug síðustu aldar.
 
Sjón er sannarlega sögu ríkari.
 

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar.