Fara í efni
Mannlíf

Ungt fagfólk á sviðið í sælkeraveislu í Ýdölum

Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef keppninnar á þessu ári.

Félagsskapurinn Arctic Challenge stendur fyrir sælkeraveislu í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal í lok þessarar viku, í samvinnu við Þingeyjarsveit. Um er að ræða tvö kvöld, föstudags- og laugardagskvöld, þar sem ungt fagfólk verður við stjórnvölinn. Um 50 sæti eru í boði hvort kvöld.

  • Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef 2024, „sér um að matreiða dýrindis krásir úr hráefni sem að megninu til kemur úr héraðinu,“ segir í tilkynningu. 
     
  • Elmar Freyr Arnaldsson framreiðslumaður, sem lenti í öðru sæti í Arctic Mixologist 2024, mun sjá um vínpörun ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem tryggði honum annað sæti í áðurnefndri keppni.
Boðið verður upp á fjölbreyttan matseðil sem sjá má neðst í fréttinni.
 
 
Elmar Freyr Arnaldsson sér um vínpörun ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem tryggði honum annað sæti í Arctic Mixologist keppninni.
Sindri Freyr byrjaði í matreiðslunámi í Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2016  og fór strax á samning. Hann flutti til Danmerkur tveimur árum síðar og vann í fyrsta skipti á Michelin-stað en flutti heim á ný í Covid og hóf þá störf á öðrum Michelin-stjörnu stað, Dill í Reykjavík. Þar starfaði Sindri undir handarjaðri Gunnars Karls Gíslasonar matreiðslumeistara og eiganda staðarins. „ Af honum lærði Sindri flest allt sem að hann nýtir sér í daglegu lífi og vinnu, og er ævarandi þakklátur fyrir þá reynslu sem að hann fékk þar,“ segir í tilkynningu frá Arctic Challenge.
 
Eftir að Sindri lauk matreiðslunámi við Menntaskólann í Kópavogi í janúar á þessu ár flutti Sindri Freyr til Akureyrar á og starfar nú á Berjaya hótelinu. Hann var hluti af landsliði matreiðslumanna á Ólympíuleikunum 2024 og tók í Arctic Chef keppninni á Akureyri þar sem að hann kom, sá og sigraði.
 
  • Arctic Challenge eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu fagfólks og veitingamanna á Norður- og Austurlandi með fyrirlestrum, keppni og öðru slíku. 
 

Töðugjöldin - matseðill

Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð - hvönn - broddkúmen - sýrður rjómi

Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ

Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Hverabrauði

Ærfillé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum

Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd úr héraði)

Kokteilaseðill:

Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber

Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused

Skútustaðar-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter

Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime

Miðasala á Töðugjöldin er á tix.is