Fara í efni
Mannlíf

Um mórberin merkilegu og óvænt heimsmet

Mórber vaxa á samnefndum runnum eða trjám þar sem frost eru fátíð nema á miðjum vetri. Því er þau ekki að finna utan dyra á Íslandi. Ættkvíslin á sér merkilega sögu og kemur við á óvæntustu stöðum. Tegundirnar voru fyrir langalöngu talin nauðaómerkileg en það breyttist fyrir löngu. Eins og allir vita er mikill munur á hugtökunum „fyrir löngu“ og „fyrir langalöngu“. 

Þannig hefst nýr pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar. Nýr pistill birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli sama daga til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.

Smellið hér til að sjá brot úr pistlinum og tengil á hann allan á vef Skógræktarfélagsins.