Fara í efni
Mannlíf

Tvö skip við Pollinn í dag og eitt í Grímsey

MS Maud verður á Akureyri í dag. Það var áður kennt við miðnætursólina - kallaðist þá MS Midnatsol - en heitir nú eftir þekktu skipi norska landkönnuðarins Roalds Amundsen sem hann sigldi í könn­un­ar­leiðöngr­um um Norðaust­ur­leiðina snemma á 20. öldinni, en komst reyndar ekki á Norður­pól­inn eins og hann ætlaði.

Þrjú skemmtiferðaskip verða  í „landhelgi“ Akureyrar í dag; tvö við Pollinn og eitt í Grímsey.

  • Maud – 530 farþegar, 75 í áhöfn – Oddeyrarbryggja – Koma 08:00 – Brottför 18.00 í dag
  • Azamara Pursuit – 710 farþegar, 300 í áhöfn – Tangabryggja – Koma 09:30 – Brottför 20.00
  • Le Boreal – 264 farþegar, 136 í áhöfn – Grímsey – Koma 15.00 – Brottför 20.00

Skemmtiferðaskip í ágúst

Upplýsingar birtar daglega í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands