Fara í efni
Mannlíf

Tré vikunnar er Ford T-módel í heimi trjáa

„Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur. Þó er jafnvel enn lengra til Ástralíu. Þangað ætlum við í dag.“

Þannig hefst nýr pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar.

„Um 150 til 200 kílómetrum norðvestan við stærstu borg Ástralíu, sem er Sydney með meira en fjórar milljónir íbúa, eru fjöll sem einmitt heita Bláfjöll. Þar sem fáir heimamenn kunna nokkuð að ráði í íslensku kalla þeir fjöllin Blue Mountains. Þessi áströlsku Bláfjöll tilheyra stóru náttúruverndarsvæði.“

Tré vikunnar var algerlega óþekkt þar til fyrir þremur áratugum. Þá fundust í þröngu og óaðgengilegu gili á þessu svæði fáein stórfurðuleg tré sem engar sagnir fóru af. „Þegar þessi trjátegund uppgötvaðist þótti hún strax æði fornleg. Þetta reyndust vera síðustu leifar trjáa sem sennilega uxu á jörðinni seint á tímum risaeðlanna á því svæði sem stundum hefur verið kallað Gondwana. Það nær yfir allar heimsálfurnar á suðurhveli jarðar. Eftir því sem vísindamenn hafa rannsakað tegundina meira, þeim mun fornlegri og einstakari hefur hún reynst vera í heimi núlifandi trjátegunda.“

Smellið hér til að lesa meira