Tré sem víða er nefnt eftir Júdasi Ískaríót

„Þegar Júdas Ískaríot hafði svikið mentor sinn, með frægasta kossi heimssögunnar, fékk hann vænan silfursjóð og alveg heiftarlegan móral. Hann hafnaði silfrinu, gekk út og hengdi sig. Í Nýja testamentinu er sagt frá þessu í Matteusarguðspjalli en þar kemur ekki fram um hvaða tré var að ræða. Það hindrar samt ekki þjóðsögurnar.“
Þannig hefst nýr pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Sigurður segir að fíkjutré, aspir og elri séu meðal þeirra trjátegunda sem nefndar hafa verið til sögunnar. „Sum þeirra eru ólíklegri en önnur, meðal annars vegna þess að þau vaxa ekki öll í Palestínu. Ein trjátegund er þó nefnd oftar en aðrar. Það er eins og sögur um það tré hafi öðlast fætur, ef ekki vængi þegar kemur að þessu hlutverki. Það heitir Cercis siliquastrum á fræðimálinu og hefur verið nefnt júdasartré á mörgum tungumálum.“
Meira hér: Júdasartré