Fara í efni
Mannlíf

Tré eru sérfræðingar með sérþarfir

Tré eru sérfræðingar, segir Sigurður Arnarson í nýjasta pistli raðarinnar Tré vikunnar. „Hver tegund býr yfir sérþekkingu og sérþörfum sem eru aðrar en hjá næstu tegund. Á þessari sérfræðiþekkingu er samkeppni þeirra um ljós, vatn, næringu og annað sem trén þurfa grundvölluð.“

Ef til væri sérstakt himnaríki fyrir trjátegundir má gera ráð fyrir, segir Sigurður, „að þar sé hæfilegur raki, fullt af aðgengilegum næringarefnum, hlýtt og bjart en þó ekki um of, fullt af sambýlisörverum sem hjálpa til en lítið um sveppi sem leggjast á lifandi vefi og enn minna um plöntuétandi afræningja. Svona staðir eru vandfundnir í henni veröld.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar