Fara í efni
Mannlíf

Tónlist og myndband með gervigreind

Magnús Smári Smárason segir frá því í nýjum pistli um gervigreind, þeim þriðja fyrir Akureyri.net, hvernig hann vann áfram með Tröllamúsina, sem hann sagði frá í síðustu viku, ásamt dætrum sínum og varð til af uppspuna GPT-4 (hallucination). „Úr varð tónlistarmyndband, alfarið unnið af gervigreind - lag, texti og myndband. Þetta setti ég síðan inn á YouTube. Markmiðið var ekki að slá í gegn, heldur kanna viðbrögð YouTube við efni sem er algjörlega búið til af gervigreind. Niðurstaðan var athyglisverð - YouTube leyfði myndbandinu að fara inn án vandkvæða.“

500 lög á mánuði!

Ekki nóg með það heldur bjó Magnús Smári til heila plötu. „Áskriftin mín að módelinu sem býr til tónlistina gerir mér kleift að búa til 500 lög á mánuði,“ segir hann. „Ég notaði nafnið Orion Flux, sem ég man eftir að hafa notað einhvern tímann í tölvuleikjum, og gaf út plötuna „Stellar“ á Spotify. Ferlið var ótrúlega einfalt - gervigreindin samdi lögin og lítið mál var að koma þessari tónlist inn á stóra streymisveitu eins og Spotify.

Smellið hér til að lesa pistil Magnúsar Smára