Fara í efni
Mannlíf

Þyrniættkvíslin og tenging við dulspeki

Undanfarið hefur Sigurðar Arnarson fjallað töluvert um tengingu trjáa við dulræn öfl og hvers kyns hindurvitni, í pistlaröðinni Tré vikunnar

„Ein af þeim ættkvíslum trjáa sem oft er tengd við allskonar dulspeki er þyrniættkvíslin eða Crataegus spp. Helst er það tegundin snæþyrnir, C. monogyna, sem ber þessi tengsl og þá mest á Bretlandseyjum,“ skrifar Sigurður.

„Aftur á móti er í þessum sögum ekki endilega reynt að fullyrða hvaða tegund ættkvíslarinnar er um að ræða í hvert skipti. Við gerum því ráð fyrir að öll ættkvíslin eigi sér slíkar tengingar. Því þykir okkur við hæfi að birta þennan pistil núna, því um áramót eru margir andar á kreiki ásamt álfum og huldufólki.“

Smellið hér til að lesa meira