Fara í efni
Mannlíf

Þríforkurinn – Lerkið við Bjarmastíg 10

Á milli húsanna við Bjarmastíg 8 og 10 stendur stórt og mikið lerkitré. Það er nokkuð frjálslega vaxið og minnir að því leyti á Evrópulerki, Larix decidua. Samt er þetta Rússa- eða Síberíulerki, sem nú eru taldar til sömu tegundar: Larix siberica. Hvað veldur því þá að lerkið er svona vaxið? Svo spyr Sigurðar Arnarson í nýjasta pistli sínum í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Sigurður veltir því fyrir sér hver gróðursetti umrætt tré, fjallar um trjátegundina og að auki um sögu hússins. Þar leitar hann í smiðju Arnórs Blika Hallmundssonar, sem er lesendum Akureyri.net að góðu kunnur fyrir stórfróðlega og skemmtilega pistla – til dæmis hér þar sem hann skrifar um Hafnarstræti 107, sem lengi var kennt við Útvegsbankann. Bankinn átti lóðina Bjarmastíg 10 þegar húsið var byggt, steinsnar frá stórhýsi bankans.

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar